Fótbolti

Jón Dagur spilaði í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/GETTY

Jón Dagur Þorsteinsson var á sínum stað í byrjunarliði AGF þegar liðið fékk FCK í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK.

Eina mark leiksins var skorað strax á 9.mínútu þegar Jonas Wind kom FCK yfir með marki úr vítaspyrnu.

Jóni var skipt af velli á 59.mínútu.

Mikill hiti var í leiknum og fór gula spjaldið alls tíu sinnum á loft auk þess sem tvö rauð spjöld voru gefin, eitt á hvort lið.

Fyrsta tap AGF staðreynd en liðið situr í 4.sæti deildarinnar með 11 stig. FCK í 8.sæti með sjö stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.