Fótbolti

Sjáðu víta­spyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio Ramos var lykilmaðurinn í sigri Real í dag. Hér sést hann fagna í leikslok.
Sergio Ramos var lykilmaðurinn í sigri Real í dag. Hér sést hann fagna í leikslok. Alex Caparros/Getty Images

Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico.

Það voru ekki liðnar nema átta mínútur þegar fyrstu tvö mörkin voru komin. Federico Valverde kom Real yfir á fimmtu mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði hinn ungi og efnilegi Ansu Fati.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Eftir rétt rúman klukkutíma fengu hins vegar Madrídingar vítaspyrnu. Að sjálfsögðu fór fyrirliðinn Sergio Ramos á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Börsungar þurftu því að sækja en það voru hins vegar Madrídingar sem skoruðu fjórða mark leiksins. Það gerði Króatinn Luka Modric í uppbótartíma en annar leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar í.

Real er á toppnum með þrettán stig en það þarf að fara niður í tólfta sætið til þess að finna Barcelona. Þeir eru með sjö stig en eiga þó leik til góða.

Klippa: Real Madrid hafði betur á Nývangi í uppgjöri risanna i spænsku úrvalsdeildinni í dag


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.