Erlent

Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000

Kjartan Kjartansson skrifar
Vegfarendur með grímur í Brussel í Belgíu. Landið hefur orðið einna verst Evrópulanda úti í faraldrinum.
Vegfarendur með grímur í Brussel í Belgíu. Landið hefur orðið einna verst Evrópulanda úti í faraldrinum. Vísir/EPA

Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur.

Met yfir fjölda daglegra smita voru slegin í mörgum löndum Suður-Evrópu í vikunni og fór heildarfjöldi nýsmitaðra á einum degi í álfunni allri í fyrsta skipti yfir 200.000 á fimmtudag. Mörg ríki hafa brugðist við með hertum sóttvarnaaðgerðum og útgöngubanni.

Um fimmtungur allra dauðsfalla í kórónuveirufaraldrinum til þess hefur verið í Evrópu samkvæmt talningu Reuters-fréttastofunnar. Rómanska Ameríka var fyrsta landsvæðið sem fór yfir 250.000 dauðsföll en einnig stefnir í að Bandaríkin nái þeim fjölda á næstu vikum eða mánuðum. Þar hafa aldrei greinst fleiri ný smit á einum degi en í gær.

Mest hefur mannfallið verið í Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Rússlandi, Belgíu og Spáni eða tvö af hverjum þremur dauðsföllum í faraldrinum í álfunni. Í heildina hafa um átta milljónir manna smitast af veirunni í Evrópu.

Ástandið er einn verst í Rússlandi þessa dagana þar sem um 250 manns láta lífið á hverjum degi. Þar á eftir koma Bretland og Frakkland með rúmlega 140 dauðsföll á dag.


Tengdar fréttir

Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri

Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×