Líkamsárás í austurbænum og trampólín braut stofuglugga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 06:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af unglingunum í ökuferð í nótt. Vísir/Vilhelm Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu var maður að aka öðrum manni sem hann þekkti lítið þegar farþeginn kýldi hann í andlitið, krafði hann um peninga, hótaði honum lífláti og stal síðan rafmagnshlaupahjóli sem var í aftursæti bílsins. Sá sem fyrir árásinni varð leitaði aðstoðar á slysadeild þar sem lögregla kom og ræddi við hann en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort vitað sé hver hinn grunaði er og hvort hann hafi verið handtekinn. Þá var tilkynnt um tjón á húsnæði í Grafarholti laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar hafði trampólín fokið á stofuglugga og brotið gluggann. Skömmu eftir miðnætti stöðvaði lögreglan síðan bíl úti á Seltjarnarnesi þar sem ökumaðurinn ók upp á kantstein, gaf ekki stefnuljós og var ekki með kveikt á ökuljósunum. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu reyndist ökumaðurinn vera fimmtán ára og hefur því aldrei öðlast ökuréttindi. Tveir farþegar voru í bílnum, fjórtán og sextán ára. Málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna og tilkynnt til barnaverndar. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu síðdegis í gær á veitingahúsi í hverfi 103 í Reykjavík. Þar var ölvuð kona sem neitaði að greiða reikninginn. Konan hafði enga peninga meðferðis og verður skýrsla rituð um málið að því er segir í dagbók lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu var maður að aka öðrum manni sem hann þekkti lítið þegar farþeginn kýldi hann í andlitið, krafði hann um peninga, hótaði honum lífláti og stal síðan rafmagnshlaupahjóli sem var í aftursæti bílsins. Sá sem fyrir árásinni varð leitaði aðstoðar á slysadeild þar sem lögregla kom og ræddi við hann en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort vitað sé hver hinn grunaði er og hvort hann hafi verið handtekinn. Þá var tilkynnt um tjón á húsnæði í Grafarholti laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar hafði trampólín fokið á stofuglugga og brotið gluggann. Skömmu eftir miðnætti stöðvaði lögreglan síðan bíl úti á Seltjarnarnesi þar sem ökumaðurinn ók upp á kantstein, gaf ekki stefnuljós og var ekki með kveikt á ökuljósunum. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu reyndist ökumaðurinn vera fimmtán ára og hefur því aldrei öðlast ökuréttindi. Tveir farþegar voru í bílnum, fjórtán og sextán ára. Málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna og tilkynnt til barnaverndar. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu síðdegis í gær á veitingahúsi í hverfi 103 í Reykjavík. Þar var ölvuð kona sem neitaði að greiða reikninginn. Konan hafði enga peninga meðferðis og verður skýrsla rituð um málið að því er segir í dagbók lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira