Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 12:01 Lars Lagerbäck var afar vinsæll sem landsliðsþjálfari Íslands enda árangurinn afskaplega góður. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti