Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 12:01 Lars Lagerbäck var afar vinsæll sem landsliðsþjálfari Íslands enda árangurinn afskaplega góður. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira