Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:51 James Randi á viðburði í tengslum við kvikmynd um ævi hans sem kom út árið 2016. Vísir/Getty James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann. Andlát Kanada Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann.
Andlát Kanada Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira