Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:51 James Randi á viðburði í tengslum við kvikmynd um ævi hans sem kom út árið 2016. Vísir/Getty James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann. Andlát Kanada Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann.
Andlát Kanada Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira