Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:30 Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira