Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. október 2020 13:47 Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Reykjavík Grindavík Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira