Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. október 2020 13:47 Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Reykjavík Grindavík Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira