„Fyrir mér er þetta draumaárið“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:47 Katla Hreiðarsdóttir ræddi ævintýri ársins í Íslandi í dag. „Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu. Ísland í dag Frjósemi Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
„Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu.
Ísland í dag Frjósemi Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira