„Fyrir mér er þetta draumaárið“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:47 Katla Hreiðarsdóttir ræddi ævintýri ársins í Íslandi í dag. „Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu. Ísland í dag Frjósemi Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
„Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu.
Ísland í dag Frjósemi Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira