Lífið

Justin Bieber fór á kostum í Saturday Night Live

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber flutti lagið Lonely og gerði það einstaklega vel. 
Justin Bieber flutti lagið Lonely og gerði það einstaklega vel. 

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber kom fram í beinni útsendingu í gamanþættinum Saturday Night Live á laugardagskvöldið en þættirnir eru sýndir beint frá New York.

Þetta var í þriðja skiptið sem Bieber kemur fram í þættinum en að þessu sinni flutti hann lagið Lonely og gerði það einstaklega vel.

Það þykir mikill heiður að fá að flytja lög í þáttunum Saturday Night Live og ekki margir sem hafa fengið það tækifæri í þrígang en hér að neðan má sjá flutning Bieber.

Einnig flutti Bieber lagið Holy og gerði það mjög vel. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.