Fótbolti

Býst við að Hamrén hætti ef Ísland kemst ekki á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Hamrén kom Svíþjóð á tvö stórmót og stefnir að því að leika sama leik með Ísland.
Erik Hamrén kom Svíþjóð á tvö stórmót og stefnir að því að leika sama leik með Ísland. vísir/vilhelm

Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, telur líklegt að Erik Hamrén hætti sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta ef það kemst ekki á EM á næsta ári.

Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu í EM-umspili fyrr í þessum mánuði og mætir Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

„Verkefnið sem Erik fékk var að koma þessu liði, þessum mannskap, á EM. Gamla bandið á að fara á EM. Um leið og lokakeppni EM er búin hjá okkur þá býst ég við því að hann kveðji. Ef það fer illa í Ungverjalandi býst ég við að hann hætti. Ég geri ráð fyrir því,“ sagði Kristján í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan.

Kristján býst við því að talsverðar breytingar verði á íslenska liðinu komist það ekki á EM og þá taki við endurnýjun.

„Þetta var hans verkefni en ef Guðni [Bergsson, formaður KSÍ] og Erik eru tilbúnir að fara í það verkefni að byggja upp nýtt lið saman þá verður það örugglega rætt en þetta var verkefni hans,“ sagði Kristján.

Hamrén tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland endaði í 3. sæti í sínum riðli í undankeppni EM og á enn möguleika á að komast á lokamótið. Íslendingar hafa hins vegar tapað öllum átta leikjum sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar og eru fallnir niður í B-deild.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.