MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 14:48 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir hefur barist fyrir því að komast í húsnæðisúrræði frá því í janúar. Hún er með MS sjúkdóminn og er lömuð á höndum og fótum. Vísir MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26