Erlent

Reiði vegna ferða­laga konungs­hjóna í miðjum heims­far­aldri

Sylvía Hall skrifar
Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning, segjast ekki hafa brotið gegn sóttvarnareglum.
Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning, segjast ekki hafa brotið gegn sóttvarnareglum. EPA/PATRICK VAN KATWIJK

Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni.

Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“

Konungshjónin sneru heim í gær.

Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima.

„Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA.

Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.