Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2020 22:32 Bandarísk F-15 orustuþota á fleygiferð í lágflugi yfir Akureyrarflugvelli í vikunni með afturbrennarann á rétt áður en hún fór í lóðrétt klifur upp í loftið yfir Pollinum. Skjáskot/Njáll Trausti Friðbertsson. Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30