Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 22:01 Eggert Unnar safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni með því að streyma tölvuleikjaspili í sólarhring. Aðsend Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00