Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun