Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun