Fótbolti

Böðvar spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Hallmundarson skrifar
Böðvar í leik með Jagiellonia.
Böðvar í leik með Jagiellonia. getty/ Mateusz Slodkowski

Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverðinum þegar Jagiellonia Bialystok vann góðan sigur á Lech Poznan í pólsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Taras Romanczuk kom Jagiellonia yfir strax á 2. mínútu leiksins og Maciej Makuszewski tvöfaldaði forskotið á 68. mínútu. Jakub Moder minnkaði muninn fyrir Poznan úr vítaspyrnu á 81. mínútu og þar við sat, 2-1 sigur Jagiellonia staðreynd.

Böðvar og félagar eru núna í 4. sæti með ellefu stig úr sex leikjum á meðan Lech Poznan er í 7. sæti með átta stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.