Fótbolti

Berg­lind Björg skoraði er Le Havre tapaði þriðja leiknum í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt annað mark fyrir Le Havre í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt annað mark fyrir Le Havre í dag. Le Havre

Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum er Le Havre tapaði 2-1 fyrir Dijon á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í knattspynru í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir var einnig í byrjunarliði Le Havre.

Heimastúlkur komust í 2-0 án þess að leikmenn Le Havre gætu rönd við reist. Það var svo á 87. mínútu leiksins sem Berglind Björg minnkaði muninn fyrir gestina en nær komust þær ekki. Lokatölur leiksins 2-1 Dijon í vil.

Var þetta annað mark Berglindar síðan hún gekk í raðir franska félagsins en alls hefur hún leikið sex leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Lék hún allan leikinn í framlínu liðsins á meðan Anna Björk Kristjánsdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar.

Le Havre er aðeins með fjögur stig eftir sex leiki og situr í 10. sæti deildarinnar. Alls eru 12 lið í deildinni og ljóst að Le Havre er í bullandi fallbaráttu en liðin sem sitja í fallsæti eru bæði með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×