Gott gengi Færeyja heldur áfram | Lærisveinar Helga náðu aðeins jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 21:35 Færeyjar halda áfram að gera gott mót í Þjóðadeildinni. Gaston Szerman/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50