Innlent

Rögnvaldur hjá almannavörnum smitaður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur greinst með kórónuveiruna, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild.  

Rögnvaldur er sagður þegar hafa verið í einangrun í nokkra daga. Hann hafi einkenni Covid-19 en heilsist vel miðað við aðstæður. Þrír samstarfsmenn Rögnvaldar fóru í sóttkví eftir að hann greindist með veiruna.

„Almannavarnadeild fer ítarlega eftir reglum og leiðbeiningum um sóttvarnir og samkomutakmarkanir og hafa veikindi Rögnvalds og sóttkví þriggja starfsmanna ekki haft áhrif á starfsemi almannavarnadeildar,“ segir í tilkynningu.

Rögnvaldur hefur verið einn af forkólfum almannavarna í baráttunni við kórónuveiruna síðustu mánuði. Hann hefur til að mynda leyst Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannavarna af á upplýsingafundum þegar sá síðarnefndi hefur ekki getað mætt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×