Fótbolti

Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason verður vonandi búinn að ná sér sem fyrst af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu.
Kári Árnason verður vonandi búinn að ná sér sem fyrst af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm

Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt.

Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum.

Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik.

Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt.

Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004.

Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik.

Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar.

Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið:

 • 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004)
 • 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014)
 • 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
 • 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003)
 • 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016)
 • 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011)
 • 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020)
 • 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997)
 • 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020)
 • 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965)

Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu:

 • Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949)
 • Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958)
 • Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965)
 • Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997)
 • Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003)
 • Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.