Uppsagnir á Þingvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 19:36 Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir aðgerðirnar sárar en nauðsynlegar. Vísir/Egill Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira