Innlent

Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Meðal þeirra sem þurfa að mæta eru að sögn Ingibjargar nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni.
Meðal þeirra sem þurfa að mæta eru að sögn Ingibjargar nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám í skólanum sem stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis.

Nemendur á öðru ári í hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri fara í þessari viku og næstu í verklegt nám í skólanum. Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir er fulltrúi nemenda innan hjúkrunarfræðisviðs skólans.

„Það sem skólinn er að fara fram á er að mæta í skólann til að taka verklegt próf í líkamsmati og vinnum mjög náið saman tvö og tvö í hópum," segir Ingibjörg.

Hún segir að meðal þeirra sem þurfa að mæta séu nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu og er hópunum skipt niður í sex til tíu manns og reynt er að tryggja allar sóttvarnarreglur að hennar sögn. Sóttvarnaralæknir hefur hins vegar lagt til að fólk sé ekki að ferðast milli landsvæða nema nauðsyn sé til.

„Það er náttúrulega erfitt þegar við erum alveg ofan í hvort öðru að tryggja að ekki berist smit á milli en við skiptum fólki í staðarnema og fjarnema,“ segir hún.

„Margir fyrir sunnan eru smeykir við að koma, það eru ekki allir við góða heilsu, einhverjir eru veikir og svo eru margir að vinna inná stofnunum við krefjandi aðstæður og með veika einstaklinga. Það eru mjög margir sem telja að þetta sé ekki rétti tíminn til að taka svona verklegar æfingar hér fyrir norðan.  Að sama skapi er hvers og eins að ráða hvort hann er í vinnu eða ekki en okkur er ráðlagt að vera ekki í vinnu meðan á náminu stendur því það er mikið álag. Okkur er ráðlagt að klára þetta núna því við vitum ekki hvernig framhaldið verður,“ segir Ingibjörg.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.