Telur að mótefnapartí gæti endað illa Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 12:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira