Fótbolti

Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson teygir sig eftir boltanum sem fór aldrei allur yfir marklínuna.
Hannes Þór Halldórsson teygir sig eftir boltanum sem fór aldrei allur yfir marklínuna. Skjámynd/S2 Sport

Danir skoruðu mjög umdeilt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í leiknum á móti Íslandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Danmörku.

Markið var afar klaufalegt en sjónvarpsvélarnar virtust þó sanna það að boltinn hafi aldrei farið allur yfir marklínuna.

Danir fengu þarna sína níundu hornspyrnu í leiknum og eftir að Hannes Þór Halldórsson varði skalla Simon Kjær þá fór boltinn af Rúnari Má Sigurjónssyni og í markið.

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var að sjálfsögðu ekki sáttur með að það hafi verið dæmt mark enda virtist boltinn liggja enn á marklínunni þegar hann kom höndum á hann.

Aðstoðardómarinn var akkúrat hinum megin við Hannes og í 30 metra fjarlægð. Hann átti ekki möguleika á að sjá þetta en dæmdi samt mark. Það er engin marklínutækni eða Varsjá í Þjóðadeildinni.

Klippa: Draugamark Dana í lok fyrri hálfleiks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×