26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 12:34 Golfklúbburinn Leynir á Akranesi hefur lokað fyrir skráningar annarra en félagsmeðlima klúbbsins. Golfklúbburinn Leynir/Facebook 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokað frá og með föstudeginum síðastliðnum og verða þeir lokaðir til 19. október vegna sóttvarnaráðstafana og hafa kylfingar jafnframt verið beðnir af GSÍ að leita ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið til að svala golfþorstanum. Tilmæli hafa einnig verið gefi út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. „Tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við fréttastofu að töluverður fjöldi kylfinga frá höfuðborginni hafi hætt við að koma upp á Akranes í gær til þess að spila golf. Hann segir mikilvægt að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Sóttvarnayfirvöld beina þessum tilmælum til íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það er mikilvægt að hver og einn sinni einstaklingsbundnum smitvörnum. Þetta eru tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða,“ segir Sævar Freyr. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir/Egill Þá hefur ákvörðun verið tekin af Golfklúbbnum Leyni að loka fyrir skráningu annarra en meðlima golfklúbbsins til að spila á vellinum. Formaður klúbbsins segir það þó árstíðarbundið, þó það komi í kjölfar þessa atburðar. „Það er það sem gerist á hverju hausti af því að þá þurfum við ekki að manna afgreiðsluna lengur. Þegar það eru bara félagsmenn að spila þarf ekki að innheimta vallargjöld. Þannig að það er bara bundið þessum árstíma þó það hitti þannig á að þetta komi í kjölfar þessa atburðar,“ segir O. Pétur Ottesen, formaður Golfklúbbsins Leynis. Tugir Reykvíkinga skráðir í Golfklúbbinn Leyni Hann segir þá ákvörðun þó ekki koma í veg fyrir að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu geti farið að spila á golfvellinum á Akranesi. Fjöldi kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu séu skráðir í klúbbinn. „Það eru tugir Reykvíkinga í golfklúbbnum á Akranesi þannig að það eitt og sér myndi ekki útiloka að fólk kæmi frá Reykjavík á Akranes til að spila. Þannig að það er ekki hægt að hafa þessa umræðu alveg svarta og hvíta.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir baðst í gær afsökunar á því að hafa farið í golf í gær á golfvellinum í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis. Hún sagði það óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf í Hveragerði í ljósi þeirra tilmæla að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins. Kylfingar fóru eftir sóttvarnareglum á vellinum Sævar Freyr segir atburði gærdagsins hljóta að brýna fyrir fólki að framfylgja sóttvarnatilmælum. „Ég held að þetta brýni bara fyrir okkur öllum að fylgja tilmælum og það á ekki að þurfa að grípa til úrræða þar sem eru lokanir til að þjónustu sé ekki haldið út. Fólk á að fylgja tilmælunum og sýna ábyrgð það er það sem ég hvet alla til að sýna,“ segir Sævar Freyr. Undir þetta tekur Pétur. Hann líti það alltaf alvarlegum augum þegar fólk fari ekki eftir þeim tilmælum sem gefin hafi verið út. Hann hafi þó sjálfur verið á golfvellinum á Akranesi í gær og hafi orðið þess áskynja að allir kylfingar sem þar voru staddir hafi farið eftir sóttvarnareglum. „Ég gat ekki betur séð en þeir kylfingar sem þar voru væru að uppfylla allar þær ströngustu kröfur sem settar eru í þessum undarlegu aðstæðum sem við erum í. Í ljósi þess sem ég varð áskynja þar hef ég ekki áhyggjur af þessu, allavega ekki þarna í gær,“ segir Pétur. Þá segir hann að allur sameiginlegur búnaður hafi verið tekinn úr notkun. Flaggstangir, hrífur, snyrtingu hafi verið lokað, aðeins sé hægt að greiða með snertilausum lausnum og svo framvegis. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara varlega. „Að sjálfsögðu eiga allir að fara varlega alls staðar, það á ekki bara við um golfvelli,“ segir hann. „Ég vona bara að fólk haldi í skynsemina og taki þennan vágest af þeim alvarleika sem honum ber. Og af því sem ég varð áskynja uppi á golfvelli í gær voru allir að því.“ Akranes Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokað frá og með föstudeginum síðastliðnum og verða þeir lokaðir til 19. október vegna sóttvarnaráðstafana og hafa kylfingar jafnframt verið beðnir af GSÍ að leita ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið til að svala golfþorstanum. Tilmæli hafa einnig verið gefi út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. „Tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við fréttastofu að töluverður fjöldi kylfinga frá höfuðborginni hafi hætt við að koma upp á Akranes í gær til þess að spila golf. Hann segir mikilvægt að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Sóttvarnayfirvöld beina þessum tilmælum til íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það er mikilvægt að hver og einn sinni einstaklingsbundnum smitvörnum. Þetta eru tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða,“ segir Sævar Freyr. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir/Egill Þá hefur ákvörðun verið tekin af Golfklúbbnum Leyni að loka fyrir skráningu annarra en meðlima golfklúbbsins til að spila á vellinum. Formaður klúbbsins segir það þó árstíðarbundið, þó það komi í kjölfar þessa atburðar. „Það er það sem gerist á hverju hausti af því að þá þurfum við ekki að manna afgreiðsluna lengur. Þegar það eru bara félagsmenn að spila þarf ekki að innheimta vallargjöld. Þannig að það er bara bundið þessum árstíma þó það hitti þannig á að þetta komi í kjölfar þessa atburðar,“ segir O. Pétur Ottesen, formaður Golfklúbbsins Leynis. Tugir Reykvíkinga skráðir í Golfklúbbinn Leyni Hann segir þá ákvörðun þó ekki koma í veg fyrir að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu geti farið að spila á golfvellinum á Akranesi. Fjöldi kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu séu skráðir í klúbbinn. „Það eru tugir Reykvíkinga í golfklúbbnum á Akranesi þannig að það eitt og sér myndi ekki útiloka að fólk kæmi frá Reykjavík á Akranes til að spila. Þannig að það er ekki hægt að hafa þessa umræðu alveg svarta og hvíta.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir baðst í gær afsökunar á því að hafa farið í golf í gær á golfvellinum í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis. Hún sagði það óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf í Hveragerði í ljósi þeirra tilmæla að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins. Kylfingar fóru eftir sóttvarnareglum á vellinum Sævar Freyr segir atburði gærdagsins hljóta að brýna fyrir fólki að framfylgja sóttvarnatilmælum. „Ég held að þetta brýni bara fyrir okkur öllum að fylgja tilmælum og það á ekki að þurfa að grípa til úrræða þar sem eru lokanir til að þjónustu sé ekki haldið út. Fólk á að fylgja tilmælunum og sýna ábyrgð það er það sem ég hvet alla til að sýna,“ segir Sævar Freyr. Undir þetta tekur Pétur. Hann líti það alltaf alvarlegum augum þegar fólk fari ekki eftir þeim tilmælum sem gefin hafi verið út. Hann hafi þó sjálfur verið á golfvellinum á Akranesi í gær og hafi orðið þess áskynja að allir kylfingar sem þar voru staddir hafi farið eftir sóttvarnareglum. „Ég gat ekki betur séð en þeir kylfingar sem þar voru væru að uppfylla allar þær ströngustu kröfur sem settar eru í þessum undarlegu aðstæðum sem við erum í. Í ljósi þess sem ég varð áskynja þar hef ég ekki áhyggjur af þessu, allavega ekki þarna í gær,“ segir Pétur. Þá segir hann að allur sameiginlegur búnaður hafi verið tekinn úr notkun. Flaggstangir, hrífur, snyrtingu hafi verið lokað, aðeins sé hægt að greiða með snertilausum lausnum og svo framvegis. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara varlega. „Að sjálfsögðu eiga allir að fara varlega alls staðar, það á ekki bara við um golfvelli,“ segir hann. „Ég vona bara að fólk haldi í skynsemina og taki þennan vágest af þeim alvarleika sem honum ber. Og af því sem ég varð áskynja uppi á golfvelli í gær voru allir að því.“
Akranes Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53
Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36
Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53