Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 12:36 Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að bíða með að spila fram til 19. október hið minnsta. vísir/vilhelm Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira