Innlent

Þakka fyrir ró­­legri sólar­hring í sjúkra­flutningum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mikið hefur mætt á sjúkraflutningafólki á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Því var kærkomið að fá rólegri vaktir síðasta sólarhringinn.
Mikið hefur mætt á sjúkraflutningafólki á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Því var kærkomið að fá rólegri vaktir síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm

Síðasta sólarhring var 81 boðun í sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þar af voru 20 forgangsverkefni og 15 sjúkraflutningar þar sem grunur var um að sjúklingur væri smitðaur af Covid-19.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins. Þar segir að kærkomið hafi verið að fá „aðeins rólegri sólarhring,“ en met voru slegin í fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu sólarhringana tvo á undan.

Þá voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir út þrisvar sinnum síðasta sólarhring.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.