„Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2020 14:03 Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Hann gerir eina breytingu á hópnum frá síðasta verkefni; Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn fyrir samherja sinn hjá Breiðabliki, Rakel Hönnudóttur. „Andrea hefur staðið sig frábærlega vel í deildinni hérna heima í sumar. Hún var með okkur í mörgum verkefnum í fyrra og þekkir hópinn og við þekkjum hana. Það er ánægjulegt að hún komi til baka í hópinn og gleðitíðindi. Rakel gaf ekki kost á sér í þetta verkefni þannig að Andrea kemur inn í staðinn,“ sagði Jón Þór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hópur Íslands fyrir leikinn gegn Svíþjóð 27. október.Our squad for the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifying.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/LepvTvTBJW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 9, 2020 Í síðustu landsleikjahrinu vann Ísland 9-0 sigur á Lettlandi og gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð. Framundan er leikur gegn Svíum 27. október sem ræður væntanlega úrslitum um það hvort liðið endar í 1. sæti F-riðils undankeppninnar. Leitin að takti „Okkar markmið er að halda áfram að bæta og þróa leik liðsins. Síðan ég tók við fyrir tveimur árum hefur þetta verið slitrótt, löng hlé á milli leikja og verkefna, og við erum að leita að takti og samfellu í því sem við erum að gera,“ sagði Jón Þór. „Við ætlum að halda leið okkar áfram. Okkar markmið er að komast í úrslitakeppnina í Englandi og sú leið heldur áfram.“ Sveindís Jane Jónsdóttir stimplaði sig inn í landsliðið með látum í síðasta mánuði. Hún skoraði tvö mörk gegn Lettum og lagði upp jöfnunarmarkið gegn Svíum. „Sveindís kom frábærlega inn í þetta og stóð sig virkilega vel innan vallar sem utan. Það er frábært að vinna með henni og það eru fleiri leikmenn í okkar liði sem komu af miklum krafti inn í þessa tvo leiki, eins og Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir],“ sagði Jón Þór. Í skýjunum með hópinn Skagamaðurinn hrósaði eldri og reynslumeiri leikmönnum íslenska liðsins og hvernig þær hafa hjálpað yngri leikmönnum landsliðsins. „Við erum með frábæra reynslu í þessu liði, karaktera og leiðtoga sem sást í þessum leikjum og gera það að verkum að þessar stelpur koma inn og geta nýtt sína styrkleika fyrir liðið. Við vorum í skýjunum með hópinn í heild sinni, andinn og stemmningin í honum var frábær í þessu verkefni. Það eru 23 leikmenn sem eiga hrós skilið hvernig þær komu inn, hvernig liðið spilaði o.s.frv.,“ sagði Jón Þór. Gerir okkur erfitt fyrir í undirbúningnum Meirihluti íslenska hópsins spilar hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mótahald úr skorðum og ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að klára tímabilið. „Eins og staðan er núna er keppnis- og æfingabann til 19. október. Landsliðið kemur saman 19. eða 20. október. Það er ljóst að stelpurnar sem spila hér heima spila enga leiki fyrir þennan stóra leik gegn Svíþjóð. Auðvitað gerir það okkur erfitt fyrir í undirbúningnum. En á móti kemur að við höfum allavega smá reynslu af þessu frá því í vor þar sem félögin gerðu virkilega vel í því að bregðast við ástandinu og þjálfa sína leikmenn upp,“ sagði Jón Þór. „Í þjálfuninni höfum við auðvitað tæki og tól til að fylgjast með og þjálfa leikmenn þrátt fyrir að liðin geti ekki æft í hópum. Við þurfum að bregðast við því. Auðvitað er það í okkar hugarfari, og hefur verið um aldir alda, að bregðast við kreppum og krísum. Þjóðin stendur saman og þjappar sér saman þegar um erfiðleika er að ræða. Við höfum verið þekkt fyrir það og höldum því áfram.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Þór EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Hann gerir eina breytingu á hópnum frá síðasta verkefni; Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn fyrir samherja sinn hjá Breiðabliki, Rakel Hönnudóttur. „Andrea hefur staðið sig frábærlega vel í deildinni hérna heima í sumar. Hún var með okkur í mörgum verkefnum í fyrra og þekkir hópinn og við þekkjum hana. Það er ánægjulegt að hún komi til baka í hópinn og gleðitíðindi. Rakel gaf ekki kost á sér í þetta verkefni þannig að Andrea kemur inn í staðinn,“ sagði Jón Þór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hópur Íslands fyrir leikinn gegn Svíþjóð 27. október.Our squad for the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifying.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/LepvTvTBJW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 9, 2020 Í síðustu landsleikjahrinu vann Ísland 9-0 sigur á Lettlandi og gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð. Framundan er leikur gegn Svíum 27. október sem ræður væntanlega úrslitum um það hvort liðið endar í 1. sæti F-riðils undankeppninnar. Leitin að takti „Okkar markmið er að halda áfram að bæta og þróa leik liðsins. Síðan ég tók við fyrir tveimur árum hefur þetta verið slitrótt, löng hlé á milli leikja og verkefna, og við erum að leita að takti og samfellu í því sem við erum að gera,“ sagði Jón Þór. „Við ætlum að halda leið okkar áfram. Okkar markmið er að komast í úrslitakeppnina í Englandi og sú leið heldur áfram.“ Sveindís Jane Jónsdóttir stimplaði sig inn í landsliðið með látum í síðasta mánuði. Hún skoraði tvö mörk gegn Lettum og lagði upp jöfnunarmarkið gegn Svíum. „Sveindís kom frábærlega inn í þetta og stóð sig virkilega vel innan vallar sem utan. Það er frábært að vinna með henni og það eru fleiri leikmenn í okkar liði sem komu af miklum krafti inn í þessa tvo leiki, eins og Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir],“ sagði Jón Þór. Í skýjunum með hópinn Skagamaðurinn hrósaði eldri og reynslumeiri leikmönnum íslenska liðsins og hvernig þær hafa hjálpað yngri leikmönnum landsliðsins. „Við erum með frábæra reynslu í þessu liði, karaktera og leiðtoga sem sást í þessum leikjum og gera það að verkum að þessar stelpur koma inn og geta nýtt sína styrkleika fyrir liðið. Við vorum í skýjunum með hópinn í heild sinni, andinn og stemmningin í honum var frábær í þessu verkefni. Það eru 23 leikmenn sem eiga hrós skilið hvernig þær komu inn, hvernig liðið spilaði o.s.frv.,“ sagði Jón Þór. Gerir okkur erfitt fyrir í undirbúningnum Meirihluti íslenska hópsins spilar hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mótahald úr skorðum og ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að klára tímabilið. „Eins og staðan er núna er keppnis- og æfingabann til 19. október. Landsliðið kemur saman 19. eða 20. október. Það er ljóst að stelpurnar sem spila hér heima spila enga leiki fyrir þennan stóra leik gegn Svíþjóð. Auðvitað gerir það okkur erfitt fyrir í undirbúningnum. En á móti kemur að við höfum allavega smá reynslu af þessu frá því í vor þar sem félögin gerðu virkilega vel í því að bregðast við ástandinu og þjálfa sína leikmenn upp,“ sagði Jón Þór. „Í þjálfuninni höfum við auðvitað tæki og tól til að fylgjast með og þjálfa leikmenn þrátt fyrir að liðin geti ekki æft í hópum. Við þurfum að bregðast við því. Auðvitað er það í okkar hugarfari, og hefur verið um aldir alda, að bregðast við kreppum og krísum. Þjóðin stendur saman og þjappar sér saman þegar um erfiðleika er að ræða. Við höfum verið þekkt fyrir það og höldum því áfram.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Þór
EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira