Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 10:22 Frá bænum Barda í Nagorno-Karabakh. Bærinn hefur orðið fyrir stórskotaliðsárás. EPA/AZIZ KARIMOV Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59