Innlent

Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá kórónuveirusýnatöku.
Frá kórónuveirusýnatöku. Vísir/Vilhelm

Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi í Fossvogi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar.

Í tilkynningu frá Hrafnistu segir að dagdvölinni hafi verið lokað tímabundið til 12. október.  Unnið sé að því að upplýsa alla þá aðila sem að málinu koma. Dagdvalargesturinn hafi greinst með smitið á miðvikudag og Hrafnistu gert viðvart um í gær.

Starfsmaður Hrafnistu við Sléttuveg greindist með veiruna á miðvikudag.

Þrír íbúar dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindust sömuleiðis með kórónuveiruna á miðvikudag. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×