Aðgerðir verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 21:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33