Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 16:33 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira