Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 16:33 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira