„Við erum öll öskrandi fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:30 Tólfan ætlar að gera sitt til að Ísland komist á EM. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Sjá meira
„Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Sjá meira
„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54