Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 11:35 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér kyrrstöðu. Aðgerðir Samfylkingarinnar fjölgi störum, styrki innviði og græna nýsköpun. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45
Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00