Lífið

Hlýlegur flutningur Valdimars Guðmundssonar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valdimar flytur lagið einstaklega vel í þessari útgáfu.
Valdimar flytur lagið einstaklega vel í þessari útgáfu.

Titillag sýningarinnar Upphaf var á dögunum gefið út en það eru Valdimar Guðmundsson sem flytur lagið.

Verkið verður í sýningu á þessu leikári í Þjóðleikhúsinu en í gær birtist falleg útgáfa af laginu á Facebook-síðu Þjóðleikhússins þar sem Valdimar flytur lagið og Úlfur Eldjárn leikur á píanó.

Þessi útgáfa er hlýlegri og rólegri en sú fyrri en á dögunum frestaði Þjóðleikhúsið öllum sýningum í tvær vikur vegna kórónuveirufaraldsins.

Í verkinu Upphaf er fylgst með tveimur manneskjum sem reyna að nálgast hvor aðra. Það er miðnætti. Síðustu gestirnir úr innflutningspartíinu hjá Guðrúnu eru nýfarnir með leigubíl. Allir nema einn, Daníel, sem flæktist inn í partíið af hálfgerðri tilviljun. Hann hikar. Á hann að láta sig hverfa líka, eða þiggja eitt glas enn?

Þau þreifa sig áfram, kanna hvað þau gætu átt sameiginlegt. Straumarnir á milli þeirra og spurning hvort þetta gæti orðið upphafið að einhverju? Einnar nætur ævintýri? Eða er eitthvað miklu meira í vændum?

Með aðalhlutverki fara Kristín Þór Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×