Ósætti Guðjóns Þórðar og Guðna Bergs má rekja til síðasta leiksins við Rúmeníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 14:01 Guðni Bergsson lék engan landsleik frá 1997 til 2003 þökk sé ósættis við landsliðsþjálfarann sem byrjaði á deilum um ferðalag til Rúmeníu. Guðni lék í mörg ár með Bolton í ensku deildinni en komst ekki í íslenska landsliðið. Hann lék sína síðustu landsleiki vorið 2003 þegar hann kom aftur inn í liðið en lagði skóna síðan á hilluna um sumarið. Getty/y Nigel French Formaður KSÍ í dag, Guðni Bergsson, endaði svo gott sem landsliðsferil sinn vegna ósættis við KSÍ og þáverandi landsliðsþjálfara Guðjón Þórðarson, fyrir síðasta leik Íslands og Rúmeníu en þjóðirnar mætast í fyrsta sinn í meira en 23 ár í umspili fyrir EM 2020. Guðni Bergsson, var fyrirliði íslenska landsliðsins og leikjahæsti maður þess frá upphafi, þegar hann hætti við að fara með landsliðinu út í leik móti Rúmeníu í Búkarest í september árið 1997. Ísland hefur ekki mætt Rúmenum síðan og Guðni spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Leikurinn við Rúmena fór fram 10. september. Guðni var þarna leikmaður enska liðsins Bolton sem var á fullu í ensku úrvalsdeildinni. Guðni hafði tekið þátt í leik á móti Írum á Laugardalsvelli 6. september en ekkert varð af því að hann færi með liðnu út til Rúmeníu. Sá leikur tapaðist 4-0. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2017.vísir/vilhelm Bolton var tilbúið að borga Guðni vildi fara aðra leið frá Rúmeníu en restin af íslenska landsliðinu. Ástæðan var að hann vildi komast sem fyrst heim til Englands þar sem beið leikur á móti Arsenal á Highbury þremur dögum síðar. Bolton var tilbúið að borga undir hann flug beint til Bolton. Íslenski hópurinn ferðaðist aftur á móti heim til Íslands alla nóttina eftir leikinn í flugvél Flugleiða. Landsliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson tilkynnti Guðna að hann yrði aða fara með öðrum leikmönnum frá Búkarest og þá dróg Guðni sig út úr hópnum. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leik á móti Liechtenstein í október og spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? „Þegar ég lít til baka verður mér hugsað - hvernig gat þetta eiginlega gerst?,“ sagði Guðni Bergsson þegar hann rifjaði þetta mál upp í viðtali í bókinni Íslenskri Knattsspyrnu 2003. „Fyrir leikinn gegn Írum var gert samkomulag um að við sem lékum erlendis gætum gist í Rúmeníu og farið beint þaðan til okkar félagsliða morguninn eftir leik, í stað þess að fljúga heim til Íslands með Fokker Friendship vél Flugleiða og fara þaðan aftur út. Ég átti erfiðan leik með Bolton gegn Arsenal þremur dögum eftir landsleikinn og taldi þetta betri kost,“ rifjaði Guðni upp í viðtalinu. Guðjón Þórðarson setti Guðna Bergsson út í kuldann þegar hann var landsliðsþjálfari.Getty/Tony Marshall „Eftir að við klúðruðum Íraleiknum niður í tap var haldinn stormasamur fundur þar sem tilkynnt var að allir færu heim með Fokkernum. Ég var ekki sáttur og vildi að fyrri ákvörðun stæði, og gaf kost á mér í Rúmeníuferðina með því skilyrði. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari var óánægður með afstöðu mína, og ég með KSÍ og Guðjón, og fór hvergi,“ sagði Guðni í viðtalinu í bókinni Íslenskri Knattspyrnu 2003. Kom ekki aftur inn fyrr en í mars 2003 Guðni kom ekki aftur inn í landsliðið fyrr en leik á móti Skotum í mars 2003 en þá hafði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kallað aftur á hann. Guðjón valdi hann reyndar aftur í hóp fyrir vináttulandsleik gegn Sádí Arabíu í maímánuði 1998 en Guðni var meiddur og afboðaði sig í gegnum föður sinn. Guðni og Guðjón Þórðarson hittust seinna á fundi áður en kom að EM leik við Frakka og slíðruðu sverðin. Guðjón valdi Guðna hins vegar ekki aftur og Guðni heyrði ekki í KSÍ í fimm ár. Guðni spilaði þrjá síðustu landsleiki sína árið 2003 en hann lagði skóna á hilluna eftir 2002-03 tímabilið og síðasti leikur hans á ferlinum var 3-0 sigurleikur út í Litháen í júní 2003. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Formaður KSÍ í dag, Guðni Bergsson, endaði svo gott sem landsliðsferil sinn vegna ósættis við KSÍ og þáverandi landsliðsþjálfara Guðjón Þórðarson, fyrir síðasta leik Íslands og Rúmeníu en þjóðirnar mætast í fyrsta sinn í meira en 23 ár í umspili fyrir EM 2020. Guðni Bergsson, var fyrirliði íslenska landsliðsins og leikjahæsti maður þess frá upphafi, þegar hann hætti við að fara með landsliðinu út í leik móti Rúmeníu í Búkarest í september árið 1997. Ísland hefur ekki mætt Rúmenum síðan og Guðni spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Leikurinn við Rúmena fór fram 10. september. Guðni var þarna leikmaður enska liðsins Bolton sem var á fullu í ensku úrvalsdeildinni. Guðni hafði tekið þátt í leik á móti Írum á Laugardalsvelli 6. september en ekkert varð af því að hann færi með liðnu út til Rúmeníu. Sá leikur tapaðist 4-0. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2017.vísir/vilhelm Bolton var tilbúið að borga Guðni vildi fara aðra leið frá Rúmeníu en restin af íslenska landsliðinu. Ástæðan var að hann vildi komast sem fyrst heim til Englands þar sem beið leikur á móti Arsenal á Highbury þremur dögum síðar. Bolton var tilbúið að borga undir hann flug beint til Bolton. Íslenski hópurinn ferðaðist aftur á móti heim til Íslands alla nóttina eftir leikinn í flugvél Flugleiða. Landsliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson tilkynnti Guðna að hann yrði aða fara með öðrum leikmönnum frá Búkarest og þá dróg Guðni sig út úr hópnum. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leik á móti Liechtenstein í október og spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? „Þegar ég lít til baka verður mér hugsað - hvernig gat þetta eiginlega gerst?,“ sagði Guðni Bergsson þegar hann rifjaði þetta mál upp í viðtali í bókinni Íslenskri Knattsspyrnu 2003. „Fyrir leikinn gegn Írum var gert samkomulag um að við sem lékum erlendis gætum gist í Rúmeníu og farið beint þaðan til okkar félagsliða morguninn eftir leik, í stað þess að fljúga heim til Íslands með Fokker Friendship vél Flugleiða og fara þaðan aftur út. Ég átti erfiðan leik með Bolton gegn Arsenal þremur dögum eftir landsleikinn og taldi þetta betri kost,“ rifjaði Guðni upp í viðtalinu. Guðjón Þórðarson setti Guðna Bergsson út í kuldann þegar hann var landsliðsþjálfari.Getty/Tony Marshall „Eftir að við klúðruðum Íraleiknum niður í tap var haldinn stormasamur fundur þar sem tilkynnt var að allir færu heim með Fokkernum. Ég var ekki sáttur og vildi að fyrri ákvörðun stæði, og gaf kost á mér í Rúmeníuferðina með því skilyrði. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari var óánægður með afstöðu mína, og ég með KSÍ og Guðjón, og fór hvergi,“ sagði Guðni í viðtalinu í bókinni Íslenskri Knattspyrnu 2003. Kom ekki aftur inn fyrr en í mars 2003 Guðni kom ekki aftur inn í landsliðið fyrr en leik á móti Skotum í mars 2003 en þá hafði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kallað aftur á hann. Guðjón valdi hann reyndar aftur í hóp fyrir vináttulandsleik gegn Sádí Arabíu í maímánuði 1998 en Guðni var meiddur og afboðaði sig í gegnum föður sinn. Guðni og Guðjón Þórðarson hittust seinna á fundi áður en kom að EM leik við Frakka og slíðruðu sverðin. Guðjón valdi Guðna hins vegar ekki aftur og Guðni heyrði ekki í KSÍ í fimm ár. Guðni spilaði þrjá síðustu landsleiki sína árið 2003 en hann lagði skóna á hilluna eftir 2002-03 tímabilið og síðasti leikur hans á ferlinum var 3-0 sigurleikur út í Litháen í júní 2003. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira