Fólk líklega mest smitandi af Covid-19 á tilteknu fjögurra daga tímabili Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2020 10:48 Jón Magnús Jóhannesson er deildarlæknir á Landspítalanum og annar höfunda svarsins á Vísindavefnum um hvenær fólk er mest smitandi af Covid-19. Vísir/Bjarni Einstaklingar sem hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 eru líklega mest smitandi á fjögurra daga tímabili sem hefst tveimur dögum áður en einkenni koma fram og nær til loka annars dags eftir upphaf einkenna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýju svari á Vísindavef Háskóla Íslands en spurt var hversu fljótt geta þeir sem fá Covid-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi. Þeir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, og Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, svara spurningunni. Í svarinu segir að einstaklingar sem sýkist af venjulegri árstíðabundinni inflúensu verði yfirleitt fyrst smitandi eftir að einkenni sjúkdómsins gera vart við sig, það er vanalega eftir tvo til þrjá daga. Markverður hluti af dreifingunni á sér stað áður en einkenni koma fram Þessu sé hins vegar öðruvísi háttað með þá sem sýkjast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 (SARS-Cov-2): „Sýnt hefur verið fram á að markverður hluti af dreifingu COVID-19 á sér stað áður en einkenni koma fram. Þegar einstaklingur smitast af SARS-CoV-2 tekur vanalega um 5-6 daga fyrir einkenni að gera vart við sig - þetta kallast meðgöngutími COVID-19 (e. incubation period). Sýnt hefur verið fram á að smit getur átt sér stað áður en einkenni koma í ljós; í raun þýðir þetta að veiran finnst í efri öndunarfærum okkar áður en við fáum nokkur einkenni sjúkdómsins. Rannsóknir hingað til sýna að jafnaði er möguleiki á smiti allt að tveimur dögum áður en einkenni koma fram. Enn fremur virðast einstaklingar með COVID-19 vera mest smitandi degi áður en einkenni koma fram. Líklegast eru einstaklingar mest smitandi af COVID-19 á fjögurra daga tímabili sem hefst tveimur dögum áður en einkenni gera vart við sig og nær til loka annars dags eftir upphaf einkenna,“ segir í svari Vísindavefsins. Ef þessi gögn eru síðan tengd við þekktan meðgöngutíma sjúkdómsins kemur í ljós að það tekur að jafnaði þrjá til fjóra daga að verða smitandi þegar maður hefur sýkst af Covid-19, að því er segir í svari Vísindavefsins. Þetta passi við þá staðreynd að það taki líka nokkra daga fyrir sýni að vera jákvætt fyrir veirunni úr stroki frá upphafi smits. Skipta má dreifingu án einkenna í tvennt „Því miður þýðir þetta að einstaklingar með COVID-19 geta smitað aðra áður en þeir fá einkenni sjálfir. Þetta undirstrikar mikilvægi bæði sóttkvíar, þar sem tryggt er að hætta á smiti sé í lágmarki þrátt fyrir að einkenni séu ekki til staðar og ekki síður almennrar aðgátar í hegðun og öllum sóttvörnum. Enn fremur er þetta forsenda þess að nota grímur víðar en vaninn er með aðrar öndunarfærasýkingar. Notkun gríma getur minnkað hættu á að dreifa COVID-19 áfram til annarra óháð einkennum auk þess að vernda mann sjálfan. Ef smit verður frá einstaklingi sem er einkennalaus er talað um dreifingu án einkenna - hins vegar má skipta þessari dreifingu í tvennt. Ef einstaklingur er í fyrstu einkennalaus en fær síðan einkenni er það nefnt á ensku presymptomatic transmission. Þetta er talið vera ráðandi dreifingarmáti COVID-19. Ef einstaklingur fær hins vegar aldrei einkenni er talað um asymptomatic transmission. Þessi skipting hefur verulega þýðingu - ef flest smit eiga sér stað frá einstaklingum sem eru annað hvort með einkenni eða fá einkenni síðar meir má beita smitrakningu til að meta hættu á útsetningu annarra. Ef einstaklingur dreifir ómeðvitað COVID-19 áfram en fær aldrei einkenni verður þessi smitrakning hins vegar næstum ómöguleg nema ítarleg skimun sé í samfélaginu. Að lokum er rétt að taka fram að töluverður breytileiki er milli einstaklinga í framgangi sýkingar og smits. Þær tölur og stærðir sem hér hefur verið fjallað um eru meðaltöl fyrir stóra hópa. Sumir einstaklingar smita lengur en aðrir skemur. Því er að sjálfsögðu afar mikilvægt að einstaklingar með COVID-19 fari varlega og fylgi öllum tilmælum, þó svo að tveir dagar eða lengri tími hafi liðið frá upphafi einkenna,“ segir í svarinu á vef Vísindavefsins en það má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Einstaklingar sem hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 eru líklega mest smitandi á fjögurra daga tímabili sem hefst tveimur dögum áður en einkenni koma fram og nær til loka annars dags eftir upphaf einkenna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýju svari á Vísindavef Háskóla Íslands en spurt var hversu fljótt geta þeir sem fá Covid-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi. Þeir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, og Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, svara spurningunni. Í svarinu segir að einstaklingar sem sýkist af venjulegri árstíðabundinni inflúensu verði yfirleitt fyrst smitandi eftir að einkenni sjúkdómsins gera vart við sig, það er vanalega eftir tvo til þrjá daga. Markverður hluti af dreifingunni á sér stað áður en einkenni koma fram Þessu sé hins vegar öðruvísi háttað með þá sem sýkjast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 (SARS-Cov-2): „Sýnt hefur verið fram á að markverður hluti af dreifingu COVID-19 á sér stað áður en einkenni koma fram. Þegar einstaklingur smitast af SARS-CoV-2 tekur vanalega um 5-6 daga fyrir einkenni að gera vart við sig - þetta kallast meðgöngutími COVID-19 (e. incubation period). Sýnt hefur verið fram á að smit getur átt sér stað áður en einkenni koma í ljós; í raun þýðir þetta að veiran finnst í efri öndunarfærum okkar áður en við fáum nokkur einkenni sjúkdómsins. Rannsóknir hingað til sýna að jafnaði er möguleiki á smiti allt að tveimur dögum áður en einkenni koma fram. Enn fremur virðast einstaklingar með COVID-19 vera mest smitandi degi áður en einkenni koma fram. Líklegast eru einstaklingar mest smitandi af COVID-19 á fjögurra daga tímabili sem hefst tveimur dögum áður en einkenni gera vart við sig og nær til loka annars dags eftir upphaf einkenna,“ segir í svari Vísindavefsins. Ef þessi gögn eru síðan tengd við þekktan meðgöngutíma sjúkdómsins kemur í ljós að það tekur að jafnaði þrjá til fjóra daga að verða smitandi þegar maður hefur sýkst af Covid-19, að því er segir í svari Vísindavefsins. Þetta passi við þá staðreynd að það taki líka nokkra daga fyrir sýni að vera jákvætt fyrir veirunni úr stroki frá upphafi smits. Skipta má dreifingu án einkenna í tvennt „Því miður þýðir þetta að einstaklingar með COVID-19 geta smitað aðra áður en þeir fá einkenni sjálfir. Þetta undirstrikar mikilvægi bæði sóttkvíar, þar sem tryggt er að hætta á smiti sé í lágmarki þrátt fyrir að einkenni séu ekki til staðar og ekki síður almennrar aðgátar í hegðun og öllum sóttvörnum. Enn fremur er þetta forsenda þess að nota grímur víðar en vaninn er með aðrar öndunarfærasýkingar. Notkun gríma getur minnkað hættu á að dreifa COVID-19 áfram til annarra óháð einkennum auk þess að vernda mann sjálfan. Ef smit verður frá einstaklingi sem er einkennalaus er talað um dreifingu án einkenna - hins vegar má skipta þessari dreifingu í tvennt. Ef einstaklingur er í fyrstu einkennalaus en fær síðan einkenni er það nefnt á ensku presymptomatic transmission. Þetta er talið vera ráðandi dreifingarmáti COVID-19. Ef einstaklingur fær hins vegar aldrei einkenni er talað um asymptomatic transmission. Þessi skipting hefur verulega þýðingu - ef flest smit eiga sér stað frá einstaklingum sem eru annað hvort með einkenni eða fá einkenni síðar meir má beita smitrakningu til að meta hættu á útsetningu annarra. Ef einstaklingur dreifir ómeðvitað COVID-19 áfram en fær aldrei einkenni verður þessi smitrakning hins vegar næstum ómöguleg nema ítarleg skimun sé í samfélaginu. Að lokum er rétt að taka fram að töluverður breytileiki er milli einstaklinga í framgangi sýkingar og smits. Þær tölur og stærðir sem hér hefur verið fjallað um eru meðaltöl fyrir stóra hópa. Sumir einstaklingar smita lengur en aðrir skemur. Því er að sjálfsögðu afar mikilvægt að einstaklingar með COVID-19 fari varlega og fylgi öllum tilmælum, þó svo að tveir dagar eða lengri tími hafi liðið frá upphafi einkenna,“ segir í svarinu á vef Vísindavefsins en það má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira