Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2020 15:15 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar Vísir/Egill Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa verið upplýsta um þessa vinnslu persónuupplýsinga og gefið leyfi fyrir henni, enda hafi sóttvarnalæknir mjög rúmar heimildir í sóttvarnalögum til að meðhöndla persónuuplýsingar, bæði almennar og viðkvæmar, til að hemja farsótt. Greint var frá því um helgina að smitrakningateymið hafi rakið hópsýkingu á barnum Irishman í Reykjavík með því að komast að því að hverjir hefðu greitt með greiðslukort á staðnum á tilteknu tímabili. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hafði sagt frá því að smitrakning gengi verr nú en í vor og dæmi væri um að fólk hefði leynt upplýsingum frá smitrakningteyminu. Víðir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að upplýsingar hefðu fengist frá kortafyrirtækjum í þremur tilfellum við rakningu hópsýkinga. Smitrakningateymið hefði ekki fengið yfirlit yfir kortafærslur heldur einungis nöfn og símanúmer þeirra sem hefðu notað greiðslukort á tilteknum stöðum á ákveðnum tímabili. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bætti við að upplýsingarnar sem komu fram við smitrakningu hefðu verið geymdar á gagnagrunni sóttvarnlæknis, ekki lögreglu. Getur óskað eftir öllum gögnum sem hann telur sig þurfa Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir sóttvarnalækni hafa heimild til að spyrja alla þá og óska allra þeirra ganga sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi og fræðslu. Að allir viti hvernig þetta er unnið, það er eitt af því sem þarf að huga að,“ segir Helga. Hún segir Persónuvernd hafa verið upplýsta um það þegar ákveðið var að óska eftir upplýsingum um þá sem höfðu notað greiðslukort á barnum Irishman. Hér má sjá viðtal við Helgu Þórisdóttur „Þetta var ekki þannig að það væri verið að rekja ferðir einstaklings þannig að verið væri að fylgjast með kreditkorta færslu viðkomandi. Það var verið að kortleggja hver var á ákveðnum stað og greiddi fyrri þjónustu í mjög afmarkaðan tíma,“ segir Helga. Þegar smitrakningateymið hafði sett sig í samband við þessa aðila og boðið þeim að fara í skimun var upplýsingum eytt. Hún segir fjárhagsupplýsingar flokkast sem almennar persónuupplýsingar, ekki viðkvæmar, þó þær séu viðkvæms eðlis. „Þetta er dæmi um það að hérna leyfa persónuverndarlögin ákveðna vinnslu persónuverndarupplýsinga á tímum til dæmis farsóttar og þegar um hópsýkingar er að ræða. Þarna var sóttvarnalækni heimilt að gera eitthvað sem í venjulegu árferði hefði ekki verið talið heimilt,“ segir Helga. Margarvíslegar heimildir til staðar Spurð hvort að það þurfi upplýst samþykki notendur greiðslukorta þess efnis að ferðir þeirra gætu verið raktar á hamfaratímum svarar Helga að vinnslu persónuupplýsinga þurfi heimild og heimildirnar geti verið margvíslegar. „Samþykki er ein tegund en lög geta líka heimilað ákveðna vinnslu. Það sem kristallar möguleikana þarna eru einmitt heimildir sóttvarnalæknis í sóttvarnalögunum, þar sem hefur verið metið á tímum farsóttar að þá hafi hann ríka heimild til að geta kallað til allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa á að halda til að hemja farsótt og hópsýkingu. Þá er komin sú heimild sem þarf gagnvart persónuverndarlögunum að vera til staðar. En að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að útskýrt sé hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Þarna er það lagaheimild sóttvarnalæknis í sóttvarnaalögum sem heimilar honum þessa iðju.“ Hefði ekki fengið þessa heimild til að rekja magakveisu Alvarleiki faraldursins skipti máli þegar kemur að heimild sóttvarnalæknis til að beita þessari heimild. „Það er alveg ljóst að svona inngrip inn í rauninni persónuvernd og friðhelgi einkalífs þarf alltaf að vega og meta. Persónuréttindin eru ekki ófrávíkjanleg réttindi sem slík. Það þarf alltaf að vega og meta þau miðað við hvaða hagsmunir eru undir. Það að seilast í svona upplýsingar hvernig við verjum okkar kvöldum, til dæmis ef við ákveðum að fara á pöbba og annað, það er alveg ljóst að svona lagaheimild sem sóttvarnalæknir er með þarf að nýta mjög sparlega. Alvarleiki faraldurs skiptir mjög miklu máli. Ef þetta hefði verið í rauninni almenn magakveisa sem þarna væri undir, þá er nokkuð ljóst að persónuvernd hefði litið öðruvísi á þetta inngrip sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Greiðslumiðlun Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa verið upplýsta um þessa vinnslu persónuupplýsinga og gefið leyfi fyrir henni, enda hafi sóttvarnalæknir mjög rúmar heimildir í sóttvarnalögum til að meðhöndla persónuuplýsingar, bæði almennar og viðkvæmar, til að hemja farsótt. Greint var frá því um helgina að smitrakningateymið hafi rakið hópsýkingu á barnum Irishman í Reykjavík með því að komast að því að hverjir hefðu greitt með greiðslukort á staðnum á tilteknu tímabili. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hafði sagt frá því að smitrakning gengi verr nú en í vor og dæmi væri um að fólk hefði leynt upplýsingum frá smitrakningteyminu. Víðir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að upplýsingar hefðu fengist frá kortafyrirtækjum í þremur tilfellum við rakningu hópsýkinga. Smitrakningateymið hefði ekki fengið yfirlit yfir kortafærslur heldur einungis nöfn og símanúmer þeirra sem hefðu notað greiðslukort á tilteknum stöðum á ákveðnum tímabili. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bætti við að upplýsingarnar sem komu fram við smitrakningu hefðu verið geymdar á gagnagrunni sóttvarnlæknis, ekki lögreglu. Getur óskað eftir öllum gögnum sem hann telur sig þurfa Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir sóttvarnalækni hafa heimild til að spyrja alla þá og óska allra þeirra ganga sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi og fræðslu. Að allir viti hvernig þetta er unnið, það er eitt af því sem þarf að huga að,“ segir Helga. Hún segir Persónuvernd hafa verið upplýsta um það þegar ákveðið var að óska eftir upplýsingum um þá sem höfðu notað greiðslukort á barnum Irishman. Hér má sjá viðtal við Helgu Þórisdóttur „Þetta var ekki þannig að það væri verið að rekja ferðir einstaklings þannig að verið væri að fylgjast með kreditkorta færslu viðkomandi. Það var verið að kortleggja hver var á ákveðnum stað og greiddi fyrri þjónustu í mjög afmarkaðan tíma,“ segir Helga. Þegar smitrakningateymið hafði sett sig í samband við þessa aðila og boðið þeim að fara í skimun var upplýsingum eytt. Hún segir fjárhagsupplýsingar flokkast sem almennar persónuupplýsingar, ekki viðkvæmar, þó þær séu viðkvæms eðlis. „Þetta er dæmi um það að hérna leyfa persónuverndarlögin ákveðna vinnslu persónuverndarupplýsinga á tímum til dæmis farsóttar og þegar um hópsýkingar er að ræða. Þarna var sóttvarnalækni heimilt að gera eitthvað sem í venjulegu árferði hefði ekki verið talið heimilt,“ segir Helga. Margarvíslegar heimildir til staðar Spurð hvort að það þurfi upplýst samþykki notendur greiðslukorta þess efnis að ferðir þeirra gætu verið raktar á hamfaratímum svarar Helga að vinnslu persónuupplýsinga þurfi heimild og heimildirnar geti verið margvíslegar. „Samþykki er ein tegund en lög geta líka heimilað ákveðna vinnslu. Það sem kristallar möguleikana þarna eru einmitt heimildir sóttvarnalæknis í sóttvarnalögunum, þar sem hefur verið metið á tímum farsóttar að þá hafi hann ríka heimild til að geta kallað til allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa á að halda til að hemja farsótt og hópsýkingu. Þá er komin sú heimild sem þarf gagnvart persónuverndarlögunum að vera til staðar. En að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að útskýrt sé hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Þarna er það lagaheimild sóttvarnalæknis í sóttvarnaalögum sem heimilar honum þessa iðju.“ Hefði ekki fengið þessa heimild til að rekja magakveisu Alvarleiki faraldursins skipti máli þegar kemur að heimild sóttvarnalæknis til að beita þessari heimild. „Það er alveg ljóst að svona inngrip inn í rauninni persónuvernd og friðhelgi einkalífs þarf alltaf að vega og meta. Persónuréttindin eru ekki ófrávíkjanleg réttindi sem slík. Það þarf alltaf að vega og meta þau miðað við hvaða hagsmunir eru undir. Það að seilast í svona upplýsingar hvernig við verjum okkar kvöldum, til dæmis ef við ákveðum að fara á pöbba og annað, það er alveg ljóst að svona lagaheimild sem sóttvarnalæknir er með þarf að nýta mjög sparlega. Alvarleiki faraldurs skiptir mjög miklu máli. Ef þetta hefði verið í rauninni almenn magakveisa sem þarna væri undir, þá er nokkuð ljóst að persónuvernd hefði litið öðruvísi á þetta inngrip sóttvarnalæknis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Greiðslumiðlun Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda