Fótbolti

„Leikir ís­lenska lands­liðsins verða ekki mikið stærri“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr þættinum á mánudaginn.
Úr þættinum á mánudaginn. vísir/stöð 2 sport

Atli Viðar Björnsson segir að leikur íslenska landsliðsins gegn Rúmeníu á fimmtudaginn sé einn sá stærsti en Þorkell Máni Pétursson hefur ekki miklar áhyggjur af leiknum.

Leikur Íslands og Rúmeníu í umspilinu um laust sæti á EM 2020, sem verður haldið 2021, var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni á mánudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Atli Viðar og Máni fóru yfir sviðið.

„Leikir íslenska landsliðsins verða ekki mikið stærri. Ég held að það sé óhætt að segja það. Maðurinn er búinn að vera með fiðring undanfarna daga að sjá að þessi leikur sé loksins að fara verða að veruleika og ég get ekki beðið,“ sagði Atli Viðar Björnsson.

Þetta er í fyrsta sinn í ansi langan tíma þar sem allir leikmennirnir sem byrjuðu alla leikina á EM 2016 eru í hópnum og það gleður Mána.

„Síðan er spurning hvernig standið á þeim er. Við erum með alla gulldrengina og þeir hafa sýnt okkur það að þeir eru gæða knattspyrnumenn en einnig sýnt að þeir eru gríðarlegir karakterar,“ sagði Máni Pétursson og hélt áfram.

„Maður er búinn að hafa áhyggjur af þessum leik í sex mánuði út af því að maður hélt að hann yrði spilaður en svo var hann ekki spilaður. Svo átti að spila hann og svo ekki. Ég hef ekki áhyggjur af því að við vinnum ekki þennan leik þegar þessir strákar eru með.“

„Það er meiri spurning hvernig seinni leikurinn fari en öll þjóð Rúmeníu ætlast til þess að þeir vinni leikinn - en íslenska þjóðin ætlast líka til þess að við vinnum. Ég hef fulla trú á því að við vinnum þennan leik.“

Alla umræðuna um leikinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Stúkan - Ísland - Rúmenía umræða



Fleiri fréttir

Sjá meira


×