Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 15:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi þriðjudaginn 6. október 2020. Vísir/Vilhelm Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira
Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira