Fótbolti

Smit greindist í starfsliði Rúmeníu

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Rúmeníu með grímur og fjarlægð milli manna á fundi um VAR, en myndbandsdómgæsla verður í fyrsta sinn á Íslandi þegar umspilsleikurinn fer fram.
Leikmenn Rúmeníu með grímur og fjarlægð milli manna á fundi um VAR, en myndbandsdómgæsla verður í fyrsta sinn á Íslandi þegar umspilsleikurinn fer fram. @NationalaRomanieiOfficial

Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest.

Þessu greindi rúmenska knattspyrnusambandið frá í dag. Ekki er um að ræða leikmann eða neinn af helsta starfsfólkinu í kringum liðið, svo sem þjálfarann Mirel Radoi.

Umræddur starfsmaður greindist ekki með smit síðastliðinn fimmtudag, en eftir að prófið í gær reyndist jákvætt var hann þegar sendur í einangrun. Hann var einkennalaus, segir rúmenska knattspyrnusambandið, og fer aftur í próf í dag til að ganga úr skugga um að ekki hafi verið um falska niðurstöðu að ræða.

Rúmenski hópurinn lendir á Íslandi síðar í dag og fer í skimun fyrir veirunni við komuna til landsins. Hópurinn verður svo í vinnusóttkví hér á landi og má að óbreyttu æfa saman og spila leikinn á fimmtudagskvöld.

Íslenska landsliðið er saman komið í Reykjavík og búið að fara í gegnum fyrstu skimun. Allir greindust neikvæðir en þetta staðfesti Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ við Vísi.


Tengdar fréttir

Mætum íslensku fílahjörðinni

Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×