„Svakalegar drunur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2020 12:20 Stærðarinnar skriða féll fyrir hádegi. Þórólfur Ómar Óskarsson Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. Almannavarnir Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, fylgdist með skriðunni falla en botnaði ekkert í látunum í fyrstu. „Ég var nú bara að vinna hérna úti og heyrði svakalegar drunur og hélt það væri að koma bíll heima á hlað en það var nú ekki. Síðan hélt ég að þetta væri flugvél að koma en svo heyrði ég og sá að þetta var aurskriða sem kom hérna úr fjallinu skammt norðan við mig og beint fyrir ofan bæinn Gilsá sem er næsti bær norðan við mig, Akureyrarmegin. Þetta var enginn smávegis hávaði og gríðarlegt magn af aur sem kom hérna niður og þetta hefur staðið yfir í svona fjórar mínútur.“ Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins. Myndir af aurskriðunni eru sláandi og sýna hvernig aurinn því sem næst faðmar bæinn. „Það býr enginn á Gilsá 2. Einstaklingurinn sem á þetta býr ekki þar en það er ábúð í Gilsá 1 en þau voru að vinna á Akureyri og bæði að heiman. Þetta stoppaði bara á bæjarhól við Gilsá 2 og þar sem gamli bærinn stóð.“ Gilsá er um 35 km sunnan við Akureyri Birgir er afar feginn að ekki fór verr. „Þetta slapp ótrúlega vel en fór svona heim undir húsin. Það er mikill hávaði hérna, ég veit ekki hvað er að gerast. Það er svakalegur skriðuhávaði hérna ennþá“. Almannavarnir Almannavarnir Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. Almannavarnir Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, fylgdist með skriðunni falla en botnaði ekkert í látunum í fyrstu. „Ég var nú bara að vinna hérna úti og heyrði svakalegar drunur og hélt það væri að koma bíll heima á hlað en það var nú ekki. Síðan hélt ég að þetta væri flugvél að koma en svo heyrði ég og sá að þetta var aurskriða sem kom hérna úr fjallinu skammt norðan við mig og beint fyrir ofan bæinn Gilsá sem er næsti bær norðan við mig, Akureyrarmegin. Þetta var enginn smávegis hávaði og gríðarlegt magn af aur sem kom hérna niður og þetta hefur staðið yfir í svona fjórar mínútur.“ Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins. Myndir af aurskriðunni eru sláandi og sýna hvernig aurinn því sem næst faðmar bæinn. „Það býr enginn á Gilsá 2. Einstaklingurinn sem á þetta býr ekki þar en það er ábúð í Gilsá 1 en þau voru að vinna á Akureyri og bæði að heiman. Þetta stoppaði bara á bæjarhól við Gilsá 2 og þar sem gamli bærinn stóð.“ Gilsá er um 35 km sunnan við Akureyri Birgir er afar feginn að ekki fór verr. „Þetta slapp ótrúlega vel en fór svona heim undir húsin. Það er mikill hávaði hérna, ég veit ekki hvað er að gerast. Það er svakalegur skriðuhávaði hérna ennþá“. Almannavarnir Almannavarnir
Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira