„Svakalegar drunur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2020 12:20 Stærðarinnar skriða féll fyrir hádegi. Þórólfur Ómar Óskarsson Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. Almannavarnir Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, fylgdist með skriðunni falla en botnaði ekkert í látunum í fyrstu. „Ég var nú bara að vinna hérna úti og heyrði svakalegar drunur og hélt það væri að koma bíll heima á hlað en það var nú ekki. Síðan hélt ég að þetta væri flugvél að koma en svo heyrði ég og sá að þetta var aurskriða sem kom hérna úr fjallinu skammt norðan við mig og beint fyrir ofan bæinn Gilsá sem er næsti bær norðan við mig, Akureyrarmegin. Þetta var enginn smávegis hávaði og gríðarlegt magn af aur sem kom hérna niður og þetta hefur staðið yfir í svona fjórar mínútur.“ Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins. Myndir af aurskriðunni eru sláandi og sýna hvernig aurinn því sem næst faðmar bæinn. „Það býr enginn á Gilsá 2. Einstaklingurinn sem á þetta býr ekki þar en það er ábúð í Gilsá 1 en þau voru að vinna á Akureyri og bæði að heiman. Þetta stoppaði bara á bæjarhól við Gilsá 2 og þar sem gamli bærinn stóð.“ Gilsá er um 35 km sunnan við Akureyri Birgir er afar feginn að ekki fór verr. „Þetta slapp ótrúlega vel en fór svona heim undir húsin. Það er mikill hávaði hérna, ég veit ekki hvað er að gerast. Það er svakalegur skriðuhávaði hérna ennþá“. Almannavarnir Almannavarnir Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Veður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. Almannavarnir Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, fylgdist með skriðunni falla en botnaði ekkert í látunum í fyrstu. „Ég var nú bara að vinna hérna úti og heyrði svakalegar drunur og hélt það væri að koma bíll heima á hlað en það var nú ekki. Síðan hélt ég að þetta væri flugvél að koma en svo heyrði ég og sá að þetta var aurskriða sem kom hérna úr fjallinu skammt norðan við mig og beint fyrir ofan bæinn Gilsá sem er næsti bær norðan við mig, Akureyrarmegin. Þetta var enginn smávegis hávaði og gríðarlegt magn af aur sem kom hérna niður og þetta hefur staðið yfir í svona fjórar mínútur.“ Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins. Myndir af aurskriðunni eru sláandi og sýna hvernig aurinn því sem næst faðmar bæinn. „Það býr enginn á Gilsá 2. Einstaklingurinn sem á þetta býr ekki þar en það er ábúð í Gilsá 1 en þau voru að vinna á Akureyri og bæði að heiman. Þetta stoppaði bara á bæjarhól við Gilsá 2 og þar sem gamli bærinn stóð.“ Gilsá er um 35 km sunnan við Akureyri Birgir er afar feginn að ekki fór verr. „Þetta slapp ótrúlega vel en fór svona heim undir húsin. Það er mikill hávaði hérna, ég veit ekki hvað er að gerast. Það er svakalegur skriðuhávaði hérna ennþá“. Almannavarnir Almannavarnir
Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Veður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira