Segir tvenn afdrífarik mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2020 09:06 Beðið í röð eftir að komast í skimun. Vísir/Vilhelm Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00