Fjögurra marka sigur í fyrsta El Clásico kvenna Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2020 15:31 Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani, sem var á Íslandi fyrir skömmu, í kröppum dansi gegn Barcelona sem vann Real Madrid 4-0. vísir/getty Barcelona og Real Madrid mættust í fyrsta sinn í knattspyrnu kvenna í gær og fór Barcelona með öruggan sigur af hólmi, 4-0. Sænsku landsliðskonurnar Kosovare Asllani og Sofia Jacobsson, sem mættu Íslandi í síðasta mánuði og mæta Íslandi sjálfsagt aftur í Gautaborg 27. október, léku með Real í gær. Það var hins vegar Barcelona sem hafði yfirburði í leiknum og óð í færum. Patri Guijarro skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, næsta mark var klaufalegt sjálfsmark á 55. mínútu, og þær Lieke Martens og Alexia Putellas skoruðu svo tvö mörk til viðbótar. Mörkin má sjá hér að neðan. BON DIA! Revivim el primer #ElClásico @patri8guijarro (18 ) Misa (pp) (55 ) @liekemartens1 (66 ) alexiaps94 (75 ) pic.twitter.com/7NwyYhPbNa— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2020 Barcelona er eitt af stofnliðum spænsku kvennadeildarinnar frá árinu 1988. Þá naut liðið stuðnings FC Barcelona, félagsins sem er með lið í fótbolta, handbolta, körfubolta og fleiri greinum, en hefur frá árinu 2001 verið hluti af félaginu. Real Madrid leikur hins vegar núna í fyrsta sinn í fótbolta kvenna, eftir að hafa tekið yfir félagið Club Deportivo TACÓN. Leikur Real og Barcelona í gær var í fyrstu umferð nýrrar leiktíðar á Spáni. Uppgangur hefur verið í knattspyrnu kvenna á Spáni síðasta áratuginn en spænska landsliðið er í 13. sæti á heimslista FIFA og spænsk lið hafa náð góðum árangri í Meistaradeildinni á allra síðustu árum. Atlético Madrid og Barcelona mættust til að mynda í 8-liða úrslitum keppninnar í ár, og Barcelona féll úr leik í undanúrslitum með 1-0 tapi gegn Wolfsburg. Barcelona komst í úrslitaleikinn í fyrra. Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mættust í fyrsta sinn í knattspyrnu kvenna í gær og fór Barcelona með öruggan sigur af hólmi, 4-0. Sænsku landsliðskonurnar Kosovare Asllani og Sofia Jacobsson, sem mættu Íslandi í síðasta mánuði og mæta Íslandi sjálfsagt aftur í Gautaborg 27. október, léku með Real í gær. Það var hins vegar Barcelona sem hafði yfirburði í leiknum og óð í færum. Patri Guijarro skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, næsta mark var klaufalegt sjálfsmark á 55. mínútu, og þær Lieke Martens og Alexia Putellas skoruðu svo tvö mörk til viðbótar. Mörkin má sjá hér að neðan. BON DIA! Revivim el primer #ElClásico @patri8guijarro (18 ) Misa (pp) (55 ) @liekemartens1 (66 ) alexiaps94 (75 ) pic.twitter.com/7NwyYhPbNa— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2020 Barcelona er eitt af stofnliðum spænsku kvennadeildarinnar frá árinu 1988. Þá naut liðið stuðnings FC Barcelona, félagsins sem er með lið í fótbolta, handbolta, körfubolta og fleiri greinum, en hefur frá árinu 2001 verið hluti af félaginu. Real Madrid leikur hins vegar núna í fyrsta sinn í fótbolta kvenna, eftir að hafa tekið yfir félagið Club Deportivo TACÓN. Leikur Real og Barcelona í gær var í fyrstu umferð nýrrar leiktíðar á Spáni. Uppgangur hefur verið í knattspyrnu kvenna á Spáni síðasta áratuginn en spænska landsliðið er í 13. sæti á heimslista FIFA og spænsk lið hafa náð góðum árangri í Meistaradeildinni á allra síðustu árum. Atlético Madrid og Barcelona mættust til að mynda í 8-liða úrslitum keppninnar í ár, og Barcelona féll úr leik í undanúrslitum með 1-0 tapi gegn Wolfsburg. Barcelona komst í úrslitaleikinn í fyrra.
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira