Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 08:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim.
Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira