Lögregla kölluð til vegna átaka 12 ára barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 07:14 Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira