Innlent

Starfsmaður Barnaspítala Hringsins með kórónuveiruna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Einn þeirra starfsmanna Landspítalans sem greindist í gær starfar á Barnaspítala Hringsins.
Einn þeirra starfsmanna Landspítalans sem greindist í gær starfar á Barnaspítala Hringsins.

Fimmtán liggja nú inni á Landspítalanum með COVID-19. Þrír þeirra eru á gjörgæsludeild. Þá greindist starfsmaður á Barnaspítala Hringsins smitaður af kórónuveirunni.

Síðustu daga hefur róðurinn verið að þyngjast á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þrír lögðust inn á spítalann síðastliðinn sólarhring með COVID-19. Þá eru sex hundruð og þrjátíu manns nú í eftirfylgd Covid göngudeildarinnar.

Í gær greindust tveir starfsmenn Landspítalans við Hringbraut með kórónuveiruna en fyrir voru rúmlega fjörutíu starfsmenn smitaðir af henni. Eftir að smitin greindust í gær voru hundrað og þrjátíu starfsmenn settir í úrvinnslusóttkví og skimaðir í dag. Annar þeirra sem greindist með veiruna í gær starfar á Barnaspítala Hringsins og flestir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví starfa þar.

„Smit starfsmanna á Hringbraut hafa veruleg áhrif. Sérstaklega í upphafi meðan að við í rauninni beitum úrvinnslusóttkví og höfum þá allan varann á. Setjum frekar fleiri en færri í sóttkví á meðan við erum að rekja nánar smitið,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.

Páll segir að viðbúið að álag vegna veirunnar aukist á næstunni. Staðan sé flókin en spítalinn eigi að ráða við aukið álag.

„Eins og spáin er þá má búast við að það haldi áfram að fjölga í hópi innlagðra og við þurfum að búa okkur undir það. Við þurfum líka að tryggja það að við höfum nægan sérþjálfaðan mannskap og til að mæta því þá höfum við verið að draga úr valkvæðri starfsemi,“ segir Páll.


Tengdar fréttir

Smit meðal starfs­manna Land­spítala

Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×